ISIC samstarfsaðili

Með því að bjóða upp á fríðindi á þínum vörum/þjónustu til ISIC korthafa mun fyrirtækið þitt fá greiða leið inn í nemendasamfélagið.

Að bjóða nemendum afsláttarkjör þýðir að þitt fyrirtæki getur byrjað að byggja vörumerkjatryggð við þessa mikilvægu viðskiptavini framtíðarinnar.

ISIC fríðindin - þ.a.l þínar vörur/þjónusta - eru kynntar í gegnum mismunandi markaðsleiðir til nemenda, og ná til milljóna nemenda víðsvegar um heiminn í gegnum ISIC vefsíðuna og í gegnum aðra samfélagsmiðla. Skoðaðu nánar þína möguleika á auglýsingatækifærum.

Vörumerkjaímynd:
Að vera í samstarfi við ISIC segir ýmislegt jákvætt um fyrirtækið þitt, vörumerkið og vöruna sjálfa:

  • Þú berð hagsmuni nemenda í brjósti og vilt hjálpa þeim að komast lengra á því litla fé sem þeir gjarnan hafa milli handanna.
  • Þú ert tengdur við virtar stofnanir sem hafa stutt ISIC í ræðu og riti, þar á meðal UNESCO, EU og hinar og þessar ríkisstjórnir.
  • Það er tryggt að þínar vörur/þjónusta nær til nemenda. ISIC tryggir að aðeins nemendur geta nálgast þá afslætti eða kjör sem þú veitir til ISIC korthafa. Öll ISIC kort hafa einstakt raðnúmer og eru þau vel geymd í okkar gagnabanka, sem þýðir að ISIC samtökin geta veitt samstarfsaðilum staðfestingu á því að kortið sé í gildi í gegnum netið.
Samstarf við ISIC Ísland:
  1. Býður upp á markaðssetningu í gegnum netið á þeim afsláttum/fríðindum á heimasíðu okkar, bæði hér heima í gegnum www.isic.is og á heimsvísu í gegnum www.isic.org.
  2. Getur með hverju ári hugsanlega náð til allt að 5 milljónir námsmanna vítt og breytt um heiminn sem eru jafnvel að fara koma til Íslands í heimsókn.
  3. Gerir þínu fyrirtæki kleift að bjóða nemendum sérkjör.
  4. Þú færð í auglýsingu á okkar vef og kemst inn í ISIC fríðindakerfið.
  5. Okkar korthafar geta leitað af afsláttum eftir borg/landi og eftir flokkum, þannig geta nemendur þrengt afsláttarleitina eftir því hvað þeir eru að leitast eftir.
  6. Þegar ISIC korthafi fer inn á þína auglýsingu, kemur upp "nákvæm lýsing" á þinni starfsemi og kjörum. Einnig munum við geta haft krækju (e. link) inn á heimasíðuna þína þér að kostnaðarlausu.
Hagnýtar upplýsingar:
  • 75% af korthöfum eru 19-25 ára
  • 58% kvenmenn / 42% karlmenn
  • 96% af ISIC korthöfum eru að læra á framhaldsskóla eða háskólastigi
  • 83% af korthöfum er ánægðir með kortið sitt og vilja gjarnan halda áfram að vera með kortið í sínum fórum

Skráðu þig sem ISIC samstarfsaðila:

Hafðu samband við ISIC Ísland til að ræða um hvaða fríðindi þú hefur upp á að bjóða til ISIC korthafa (2 fyrir 1, að minnsta kosti 10% afslátt eða eitthvað annað).  Í framhaldinu væri gott að fá eftirfarandi upplýsingar:

  • Lýsingu á þínu fyrirtæki og vöru/þjónustu
  • Staðsetningu(m)
  • Myndefni eins og lógó, grafík og annað efni

Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við okkur í gegnum netfangið [email protected] eða síma 5177010.