Skilmálar

Til að kaupa ISIC kort þarft þú:

Að hafa náð 12 ára aldri og vera námsmaður með yfir 15 kennslustundir á viku eða 18 ECT einingar á önn.

ISIC kortið:

- Gildir aðeins fyrir þann sem skráður er fyrir kortinu og gildir út þann mánuð sem skráð er á kortið.

- Verður að hafa mynd af korthafa í lit (svipað og í vegabréfi).

Gildistími

ISIC kortið hefur alltaf 12 mánaða gildistíma frá þeim tíma sem það er gefið út, burt séð frá því hvenær þú pantaðir kortið.

Fyrirvari

ISIC kortið gefur engin önnur réttindi  en þau sem farið er yfir í skilmálum. ISIC undanskilur sér ábyrgð ef eitthvað klikkar í póstútburði á kortunum sem ISIC getur ekki ráðið við, eins og eldar, uppþot, verkföll eða lokanir. ISIC getur ekki endurgreitt kortin. 

ISIC ber ekki ábyrgð á prentvillum.

Svindl / Fölsun

Svindl hvað varðar nafn, fæðingardag, ljósmynd, skólagöngu o.s.frv. er litið á sem fölsun og verður lögreglu tilkynnt um skjalafölsun og kortinu sagt upp.

Skilmálar

Umsækjandi staðfestir að hann/hún hafi lesið og fullkomlega skilið reglur og samþykkir skilyrði þess að fá ISIC kort og að upplýsingar sem veittar eru í umsókn séu réttar.

Umsækjandi heimilar útgefanda að hafa samband við viðeigandi yfirvöld og skóla til að sannreyna upplýsingar.

ISIC kortinu verður lokað án viðvörunar, fyrir og eftir útgáfu, ef í ljós kemur að rangar upplýsingar voru veittar, án möguleika á endurgreiðslu.

Ef ISIC kortinu er lokað, falla niður þau fríðindi sem fást með ISIC korti eða tímabundnu ISIC korti, án endurgreiðslu korts. Útgefandi ISIC kortsins og/eða samstarfsaðili sem veitir fríðindi getur jafnframt krafið korthafa um bætur ef korthafi hefur sótt um kort með sviksamlega hætti.

Rangar upplýsingar í umsókn geta leitt til þess að umsækjandi verði sóttur til saka af eftirfarandi:

  • The ISIC Association
  • ISIC Ísland sem gefur út kortið í þínu landi
  • Menntastofnun sem kemur fram í umsókn
  • Samstarfsaðila ISIC

Auk þess er öll fölsun tilkynnt til yfirvalda og farið verður með málið samkvæmt lögum viðkomandi lands.

Ég veiti ISIC Ísland og ICIS International Association Services (IAS), dótturfyrirtæki International Student Identity Card Association leyfi til að geyma upplýsingar sem ég hef veitt og nota þær til staðfestingar, þegar nota á þjónustu sem krefst gilds ISIC korts. Allir korthafar eiga rétt á að fá aðgang að upplýsingum og leiðrétta upplýsingar, annaðhvort beint í gegnum IAS eða með því að hafa samband við ISIC.

Ef þú vilt draga samþykki þitt til baka, getur þú gert það hér eða sent bréf til ISIC Ísland, Skólavörðustíg 3a, 101 Reykjavík.