ISIC gerir námsmönnum, hvar sem er í heiminum kleift að staðfesta stöðu sína sem námsmaður og njóta afslátta og fríðinda um allan heim.
ISIC snýst um bara um nemendur og það að bæta líf þeirra. ISIC kortið veitir fjölda afslátta og fríðinda bæði hér heima og erlendis. Afslættirnir eru allir valdir sérstaklega með þarfir nemenda í huga.
Frá stofnun árið 1953 hefur ISIC haft þá stefnu að auka þvermenningarlegan skilning, efla námstækifæri og auðvelda líf námsmanna um allan heim. Til að ná markmiðum okkar höfum við verið studd af UNESCO og erum við stöðugt að vinna að nánara samstarfi við fleiri menntastofnanir og samstarfsaðila til að ná settum markmiðum.