Samnýting vörumerkis með ISIC

Samstarf ISIC við skóla með eigin námsmannakort er eitthvað sem ISIC hefur verið að gera í meira en 15 ár. Í dag eru fleiri en 1.000 menntastofnanir vítt og breitt um heiminn að vinna náið með ISIC.

Í dag hafa menntastofnanir markmið um að verða partur af alþjóðasamfélaginu sem getur laðað að sér nemendur erlendis frá og boðið upp á umhverfi sem höfðar til nemendans. Menntastofnanir komast fljótt að því að þær eru að keppa við aðrar slíkar stofnanir sem starfa á öðrum mörkuðum.

Sama hver ástæðan er, að samnýta nemendaskírteini með ISIC mun gefa  menntastofnunum mjög haldbært tæki til að styrkja sína ímynd, hvetja til alþjóðlegs samstarfs og á sama tíma bjóða sínum nemendum upp á eitt best þekkta nemendaskírteini í heiminum.

Hvernig get ég hafið samstarf með ISIC?

Í dag framleiða flestar menntastofnanir sín eigin nemendaskírteini og getur tækni bakvið hvert kort tengst skólalífinu eins og aðgangsstýring, prentun og/eða notað sem greiðslumiðill í kaffiteríum. Það getur samt sem áður verið mjög einfalt að tengja kortin við ISIC kortið þar sem ISIC Ísland getur boðið upp á sérsniðnar lausnir.

Sem akademísk stofnun er hægt að halda í sama nemendaskírteini eins og það er uppsett hvað varðar framleiðslu og tækni. Það eina sem þyrfti að gera er að setja ISIC sniðmát á skírteinið og þannig gert tvö kort að einu. Fyrir menntastofnanir sem eru ekki með kort eða vilja útvista þessari þjónustu þá býður ISIC Ísland einnig upp á þessa þjónustu, þar sem ISIC Ísland myndi halda utan um alla framleiðslu og útgáfu á kortinu.

Næstu skref?
Hafðu samband við ISIC Ísland til að setja upp fund til að ræða möguleika með ykkar þarfir í huga. 

Einnig er hægt að bjóða upp á Alþjóðlega kennarakortið (International Teacher Identity Card - ITIC card) fyrir kennara og prófessora skólans. Lestu meira um ITIC kortin hér.