Svalaðu forvitninni

Hver getur keypt sér ISIC kort?
ISIC kortið er fyrir námsmenn í fullu námi. Þeir geta verið í háskóla, menntaskóla eða grunnskóla. Þú þarft að hafa náð 12 ára aldri. 

Er aldurstakmark?
Þú þarft að hafa náð 12 ára aldri til að fá ISIC kort. Það er þó ekkert aldurshámark, þ.e á meðan þú ert í fullu námi. 

Athugið þó að á sumum afsláttum er aldurstakmark. 

Ég er í meistarnámi. Get ég keypt og notað ISIC kort?
Já, á meðan þú ert skráð(ur) í fullt nám. 

Hvað meinið þið með fullt nám? 
Þú telst vera í fullu námi þegar þú ert 15 klukkutímum af kennslustundum á viku í allavega 3 mánuði á ári. 

Ef þú ert kennari (fullt starf) eða undir 31 ára, átt þú einnig rétt á korti sem svipar til ISIC kortsins. Þau heita ITIC (kennarakort) og IYTC (ungmennakort). 

Ég er ekki námsmaður. Má ég nýta mér ISIC kortið?
Ef þú ert ekki námsmaður, en yngri en 31 ára þá áttu rétt á að fá International Youth Travel Card (IYTC)

Ef þú ert kennari í fullu starfi þá getur þú sótt um International Teacher Identity Card (ITIC).  IYTC og ITIC kortin bjóða upp á svipaða afslætti og þjónustu og ISIC kortin.

Hvernig virkja ég stafræna ISIC minn í ISIC appinu?