Það borgar sig að kynna sér vel hvað bankarnir bjóða námsmönnum uppá!

Landsbankinn

Framfærslulán

Landsbankinn býður uppá Námuna sem er þjónusta við námsmenn með sérkjörum og einhverjum fríðindum.

Sem Námufélagi færðu m.a. þessi lán og lánskjör:

  • Framfærslulán gegn framvísun lánsáætlunar frá LÍN.
  • Hámarksupphæð lánsins miðast við 100% af lánsáætlun frá LÍN að teknu tilliti til vaxta.
  • Mun hagstæðari kjör en á almennum yfirdráttarlánum.
  • Þú hefur sjálfur aðgang að framfærlsluláninu sem er í formi yfirdráttar á sérkjörum og getur ráðstafað framfærsluláninu eins og þú vilt.
  • Óski þú eftir mánaðarlegum greiðslum er hægt að gera það með því að skrá millifærslu í reglubundnar millifærslur í netbankanum þínum.
  • Þú greiðir einungis vexti af þeim hluta lánsins sem þú nýtir og vextirnir reiknast af stöðu í lok hvers dags.

Þú getur sótt um Námureikningslán í næsta útibúi Landsbankans þegar þú hefur fengið lánsáætlunina frá Lín.

Námufélagar geta líka sótt um allt að 250.000kr tölvulán, sem er hægt að nota til að kaupa tölvu, spaldtölvu eða snjallsíma, til allt að 48 mánaða með 7,70% vöxtum. Þú getur líka borgað lánið upp á skemmri tíma en upphaflega var samið um.

Kort & tilboð

Landsbankinn býður þér uppá Námukortið sem er snertilaust debetkort sem er líka hægt að nota á netinu. Það gefur þér 150 fríar færslur á ári, lágt ársgjald og tilboð hjá öllum samstarfsaðilum Landsbankans. Þú getur líka valið Námutvennuna sem er bæði Námudebet- og -kreditkort. 

Kreditkortið gefur þér líka Aukakrónur sem eru fríðindasöfnun Landsbankans. Hver Aukakróna jafngildir einni krónu sem safnast í  hvert skipti sem kortið er notað. Þegar þú hefur safnað upp Aukakrónum getur þú svo notað peninginn hjá einhverjum af samstarfsaðilum Landsbankans sem gefa Námufélögum líka að jafnaði aflsætti þegar þeir versla með kortinu. Hér geturðu séð listann yfir alla samstarfsaðilana. 

)