Rétt magn af stressi skilar bestri frammistöðu

5 leiðir til þess að tækla stress og auka afköst

Of mikið langvarandi stress getur haft mikil og skaðleg áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu. Þar að auki hefur stress mikil áhrif á frammistöðu og afköst í námi og starfi. Það er óhjákvæmilegt að upplifa stress þegar álag er mikið og próf og verkefni eru á planinu. Stess í hófi er gott til að viðhalda áhuga og halda manni á tánum. Of lítið stress getur valdið því að okkur fer að leiðast og maður missir áhugann. Grafið að ofan sýnir hvernig rétt magn af stressi skilar bestri frammistöðu. 

Hér að neðan koma svo 5 leiðir til þess að viðhalda réttu stress magni og passa uppá það að það verði ekki of mikið. 

1. Hættu að velta fyrir þér “hvað ef” spurningum

Með því að spyrja þig stöðugt hvað ef þetta og hvað ef hitt eykurðu bara á stress og kvíða. Hlutir geta þróast á milljón mismunandi vegu og með því að velta þér stöðugt upp úr möguleikum tekurðu tíma frá þér sem þú gætir verið að nýta í að róa þig niður og vinna að verkefnum. Þeir sem afkasta miklu vita að “hvað ef” spurningar leiða mann aðeins þangað sem maður vill ekki fara. 

2. Hugsaðu jákvætt

Jákvæðar hugsanir geta uppskorið hlé á stressinu með því að fá heilann til þess að fókusera á eitthvað sem er algjörlega streitulaust. Með því að hugsa jákvætt og þakka fyrir góða sem maður hefur, lækkar magn stress hormónsins kortisól í blóðinu um allt að 23% og hefur því streitulækkandi áhrif. En til þess að það virki verður þú meðvitað að finna eitthvað jákvætt að hugsa um. Þetta er auðvelt á tímum þar sem allt gengur vel og jákvæðnin virðist vera allt í kringum þig. En þegar stressið plagar þig og það er mest þörf á því að draga úr því þá getur þetta orðið svolítið erfiðara. Reyndu þá að hugsa um eitthvað sem þú hlakkar til eða muna eftir góðum tímum. Þú getur alltaf fundið eitthvað jákvætt til þess að hugsa um.  

3. Aftengdu þig reglulega

Tæknin getur verið mjög slæmur stress valdur, öll e-mailin og tilkynningarnar frá Facebook, Instagram og Snapchat eru stöðugt áreiti. Myndirnar sem félagarnir senda ýta svo undir tilhneiginguna til þess að bera okkur saman aðra og það á það til að valda kvíða og þunglyndi. Það getur því verið gott að taka sér hlé frá tæknini í smá tíma af og til og slappa alveg af. 

4. Takmarkaðu koffínneyslu 

Koffínneysla örvar losun adrenalíns sem svo virkjar “fight-or-flight” viðbragð líkamans. Það er nauðsynlegt í lífshættulegum aðstæðum þegar ógn steðjar að en undir venjulegum kringumstæðum, þegar þú situr við lærdóminn er það alls ekki ákjósanlegt og veldur óþarfa stressi. Það er auðvitað óhætt að fá sér tvo til þrjá kaffibolla yfir daginn, bara svo lengi sem þú drekkur það ekki í lítravís. 

5. Sofðu nóg

Þetta er gömul klisja en engu að síður svo mikilvægt. Svefninn hjálpar þér að jafna þig eftir stress dagsins, festir hlutina sem þú lærðir yfir daginn í minninu og undirbýr þig undir morgundaginn. Svefnleysi eykur á magn stresshormóna í blóðinu og minnkar getu þína til að einbeita þér. Svefn er því einkar mikilvægur á tímum þegar stressið er mikið og þér finnst þú jafnvel ekki hafa tíma til þess að sofa. Gott skipulag sem gerir ráð fyrir góðum nætursvefni er einmitt það sem kemur þér í gegnum þessi tímabil. 

)