Góð tónlist, góðir vinir - góð skemmtun!

Geggjaðar tónlistar- & útihátíðir í sumar

 

Hátíðir í júlí

Fyrsta helgin í júlí

Írskir dagar eru haldnir á hverju ári á Akranesi til þess að minnast Íranna sem námu þar land. Yfir helgina bjóða Skagamenn uppá stórtónleika á Akratorgi, götugrill, keppni um rauðhærðasta Íslendinginn, svaka sveitaball og margt fleira (í ár bjóða þeir líka uppá leik Íslands og Frakklands á risaskjá).

Goslokahátíðin í Eyjum er haldin í tilefni loka Heimaeyjargossins árið 1973. Hátíðin er frá fimmtudegi til sunnudags alveg pökkuð af allskonar dagskrá, frá menningarlegum viðburðum til stórtónleika ásamt auðvitað stórleiks í fótbolta á sunnudeginum.

Önnur helgin í júlí

Eisnaflug í Neskaupstað er tónlistarhátíð sem hefur verið haldin árlega síðan 2005. Hún er haldin innandyra og stendur yfir í fjóra daga. Hátíðin býður upp á úrval af metal, hardcore, punk, rock, and indie tónlist frá yfir 60 hljómsveitum.

Þriðja helgin í júlí

LungA á Seyðisfirði er unglistahátíð sem þar sem sköpun, listum og menningu er fagnað með námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum viðburðum og lýkur með svo uppskeruhelgi: sýningum og tónleikum. Hátíðin stendur yfir í heila viku og dagskrána má sjá hér.

Fjórða helgin í júlí

Bræðslan á Borgarfirði Eystri er geggjuð tónlistarhátíð sem býður uppá úrval af Indi/Rock/Pop tónlist. Hér má sjá tónlistamenn hátíðarinnar í ár.

Hátíðir í ágúst

Fyrsta helgin í ágúst / Verslunarmannahelgin

Þjóðhátíð í Eyjum er árlegur viðburður hjá mörgum landsmönnum og brekkusöngur, flugeldasýning og góð tónlist í Dalnum alveg ómissandi hluti af sumrinu. Árið í ár er engin undantekning og þvílík tónlistarveisla í vændum.

Mýrarboltinn á Ísafirði hefur verið vinsæll hjá þeim sem vilja aðeins meira action og eru óhræddir við það að verða skítugir. Í ár er í bland við boltann boðið uppá Pallaball og meiri góða tónlist.

Innipúkinn í Reykjavík er haldin fyrir þá sem halda sig á höfuðborgarsvæðinu yfir verslunarmannahelgina. Þar er boðið upp á góða tóleika á Húrra & Gauknum.

Önnur helgin í ágúst

Fiskidagurinn mikli á Dalvík er sannkölluð veisla. Yfir helgina er boðið uppá ferskan fisk sem matreiddur af meistarakokkum, fiskisúpu frá innbúum, flugeldasýningu, uppistand frá Mið Íslandi og stórtónleika.

Þriðja helgin í ágúst

Gæran á Sauðárkróki er geggjuð leið til að ljúka sumrinu með góðri tónlist í íslenskri sveit.

 

Kíktu einnig á:

)