Vantar þig eitthvað til að horfa á í skólafríinu?

Nokkrar góðar seríur sem vert er að kíkja á þegar þú liggur í leti í fríinu

Castle - IMDb 8,2

Þættirnir fjalla um glæpasagna rithöfundinn Richard Castle sem fer að vinna með NYPD til að safna heimildum fyrir nýja bók. Þar kynnist hann rannsóknarlögreglu konunni Kate Bekett og saman taka þau fyrir morðmál í hverjum þætti. Þættirnir eru góð blanda af skemmtilegum málum, húmor og skemmtilegum karekterum.  

 

Rizzoli & Isles - IMDb 7,6

Þessir fjalla um rannsóknalögreglu konuna Jane Rizzoli sem vinnur við það að rannsaka morðmál fyrir Boston PD. Hún gerir það með vinkonu sinni og réttarlækninum Maura Isles. Skemmtileg mál í bland við hversdags líf aðal karakteranna gera þættina mjög skemmtilega.

 

Elementary - IMDb 7,9

Hér er búið að setja hinn klassíska Sherlock Holmes í nýtt umhverfi með smá “twist”. Sherlock Holmes er í þessum þáttum eiturlyfjafíkill í New York sem er nýkominn úr meðferð. Til þess að halda honum edrú ræður pabbi hans Joan Watson sem er fyrrum skurðlæknir en starfar nú sem edrú félagi. Saman taka þau fyrir mál með NYPD. Þetta er mjög skemmtileg 

 

Sherlock - IMDb 9,3

Hið klassíska spæjaradúó Holmes & Watson á 21. öldinni í London. Þættirnir eru framleiddir af BBC í Bretlandi og eru alveg ótrúlega vel gerðir enda fá þeir mjög góða einkunn á IMDb og sambærilegum síðum. 

 

Leverage - IMDb 7,9

Fílar þú góðar “heist” myndir eins og Now You See Me og The Italian Job? Þá eru þetta þættir fyrir þig. Þeir eru nokkurs konar nútíma Hróa Hattar saga þar sem mjög hæfileikaríkir þjófar ræna aðra glæpamenn til að fá réttlæti fyrir þá sem þeir hafa brotið á.

 

Suits - IMDb 8,7

Mike Ross er bráðgáfaður en hefur ekki alltaf valið bestu leiðina í lífinu. Hann hefur þess vegna verið rekinn úr skóla áður en hann gat klárað lögfærði námið. En með því að ljúga því að hann hafi útskrifast út Harvard Law tekst honum að fá vinnu sem lögfræðingur á einni fremstu lögfræði stofu í NYC. Þessir þættir eru algjör snilld ef þú fílar gott lögfræði drama.

 

Peaky Blinders - IMDb 8,8

Snilldar þættir sem fjalla um glæpafjölskyldu í Birmingham á Englandi árið 1919. Þeir eru alveg snilldarlega vel gerðir og segja mjög merkilega sögu. Góð tilbreyting frá Hollywood! 

 

Downton Abbey - IMDb 8,7

Þættirnir byrja árið 1912 og fjalla um bresku aðalsfjölskylduna Crowley og þjónustu fólk þeirra. Við fáum að fylgjast með lífi þeirra í gegnum helstu viðburði í byrjun tuttugustu aldar. Málið er að þeir byrja svolítið hægt en ef þú heldur það út fyrstu þættina þá er það þess virði þar sem þeir eru alveg snilldarlega gerðir og mjög gaman að fylgjast með breytingum á menningu og tísku á þessum árum fyrir og eftir fyrri heimstyrjöld. 

 

Ef þú ert að leita að góðum húmor þá mæli ég með þessum hér:

 

Friends - IMDb 9,0

Þessa þætti þarf ég ekki að kynna. Hrein snilld og klassík sem er alltaf hægt að grípa í.

 

Seinfeld - IMDb 8,9

Það sama má held ég segja um Seinfeld og um Friends.

 

Frasier - IMDb 8,0

Frasier er kannski ekki alveg jafn þekktur og Friends og Seinfeld og ef þú hefur ekki ennþá séð þessa þætti þá ert þú “in for a treat”! Geggjaðir karekterar og snilldar hundur gera þessa þætti alveg brilljant!

 

Modern Family - IMDb 

Með betri grínþáttum síðustu ára, geggjaður húmor og ádeila á ýmislegt í samfélaginu. Þættirnir eru alveg snilldarlega vel leiknir og hafa að geyma alveg ótrúlega skemmtilega karaktera.

)