Er erfitt að halda sér vakandi?

Taktu "power-nap" það er hollt!

Ertu að jafna þig eftir langa viku, erfiðan „all-nighter” eða mikla djammhelgi? Ef þreytan er alveg að gera út af við þig og einbeitingin einhvers staðar allt annars staðar þá held ég að það gæti verið góð hugmynd að taka smá „power-nap“ áður en þú heldur áfram.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að það er hollt að taka blundi þar sem það dregur úr stressi og bætir geðheilsuna auk þess sem það bætir námsgetu og minni. Hinn svokallaði „power-nap“ ætti að vera á milli 10 - 30 mínútur en mis langur svefn hefur mismunandi áhrif og gagn. Ef þú vilt fá sem mest út úr blundinum fylgdu þá eftirfarandi leiðbeindingum:

1. Finndu þér góðan stað til að hvíla þig

Ef þú ert upp í skóla gæti bókasafnið verið góður staður (það er yfirleitt frekar hljótt þar inni) eða í bílnum (ef þú átt hann til).

2. Ákveddu lengd blundarins og haltu þig svo við það.

2-5 mínútur: ef þú hefur ekki mikin tíma getur smá „nano-nap“ hjálpað með mestu syfjuna.
10-30 mínutur: er það sem kallast „power-nap“, þar nærðu tvemur af fimm stigum venjulegs svefns. „Power-nap“ stendur alveg undir nafni því að hann eykur ekki bara á hresslaika þinn heldur styrkir hann taugaboð heilafruma og hjálpar þannig til við minni og einbeitingu. Það getur því verið mjög gagnlegt að taka „power-nap“ þegar þú þarft að muna margt, eins og t.d. fyrir próf.
50-90 mínútur: hinn svokallaði „Lazy Man´s Nap“ gerir þér kleift að fara í gegnum öll fimm stigin af svefni og ná bæði bæði grunn og djúpsvefni. Þess konar blundur getur verið mjög hjálplegur eftir mikla vinnu eða eftir „all-nighter“ og hjálpað líkamanum að ná sér betur.

Ég vil samt benda á það að lengri svefn en hálftími gæti gert það að verkum að þú vaknir svolítið rugluð/aður og svefndrukkin/n.

3. Stilltu vekjaraklukkuna

Þegar þú ert búin/n að koma þér fyrir og ákveða hvað þú ætlar að sofa lengi stilltu svo vekjaraklukkuna...og þegar hún hringir EKKI snooza haltu þér við þann tíma sem þú varst búin að ákveða!

Prófaðu að „power-nappa“ ég lofa að þú verðir miklu hressari eftir á!!

Tengdar greinar:

 

)