Þessi uppskrift er alveg ekta föstudags...

Tælenskur sweet-chili kjúklingur

Þessi kjúklinga uppskrift er jafn einföld og hún er góð!

Hráefni

8 Kjúklingalæri

2 msk smjör

1/4 bolli saxaðar salthnetur

 

Sósan

1/2 bolli sweet chilísósa

2 msk soyasósa

2 pressuð hvítlauksrif

1 msk fiskisósa

1 msk rifið engifer

safi úr 1 límónu

 

Aðferð

Hitaðu ofninn í 165°. Hrærðu næst hráefnunum í sósuna saman í skál. Settu svo sósuna til hliðar og snúðu þér að kjúklingnum. Steiktu lærin upp úr smjörinu á heitri pönnu þar til að þau eru gyllt, í c.a. 2-3 mín á hvorri hlið. Helltu svo sósuni saman við. Færðu svo allt af pönnunu yfir í eldfast mót og settu inn í heitan ofninn í um 25-30 mín eða þar til að lærin eru full elduð. Stilltu ofninn svo á grill í lokin í c.a. 2-3 mín.

Berðu réttinn fram með grjónum, salthnetum og salati.

 

Fleiri góðar:

)