Kvíði..kvíði…kvíði!!

Tæklaðu kvíðann

Kvíði er ástand sem margir kannast við. Það skiptir miklu máli að átta sig á vandanum til þess að geta tæklað hann rétt. Bara það skref að viðurkenna kvíðann og fatta það að það sé ástæðan fyrir því að það sé svona erfitt að standa uppúr rúminu á morgnana og fá sig í gang, erfitt að finna áhugann og einbeitinguna til þess að læra og koma einhverju í verk. Svo þegar dagurinn er liðinn þá getur maður ekki heldur sofnað! Þetta er aðeins dæmi um kvíðaeinkenni en það er auðvitað misjafnt hvernig hann kemur fram hjá fólki.
Ef þú kannast við þessi einkenni og þessar tilfinningar þá veistu hvað þetta getur verið heftandi og skrert lífsgæðin mikið. Það þarf að takast á við vandann og fyrsta skrefið er að viðurkenna hann.

Þrátt fyrir mikla aukningu á umræðu um andleg vandamál og geðsjúkdóma fylgir þeim ennþá viss skömm. En um leið og maður hefur horfst í augu við ástandið og “sætt sig við það” þá getur maður farið að leita að ráðum til að bæta úr þeim.

Hér koma nokkur ráð við kvíðanum sem hjálpa vonandi:

Brosa og hlæja

Bros & hlátur getur minnkað kvíðann

Þetta hljómar kannski klisjukennt og eins og eitthvað rugl en þetta virkar til að létta á þegar kvíðinn er sem mestur. Stundum þegar maður er að sinna því sem þarf að gera, versla, þrífa eða að læra og kvíðinn er aðeins að angra mann þá vill maður oft vera mjög alvarlegur á svipinn. Þetta er alveg ómeðvitað en ef þú prófar að slaka á brosa þá gerist eitthvað, þér líður miklu betur. Þegar þú brosir losna taugaboðefni frá heilanum sem hjálpar til við að minnka stressið og kvíðann. Þau fá líkamann til að trúa því að þú sért glaður og slakur og við það lækkar blóðþrýstingurinn og það hægist á hjartslættinum. Ef smá bros getur haft þessi áhrif þá geturðu rétt ímyndað þér hvaða áhrif hlátur hefur!
Finndu þér eitthvað sem fær þig til að hlæja, eitthvað til að lesa eða myndband til að horfa á.

Finndu þér róandi hobby

Róandi áhugamál getur dreift huganum

Það getur hjálpað mikið að hafa eitthvað róandi til að einbeita sér að. Eins og til dæmis að púsla. Finna sér flott púsl setja góða tónlist á og gleyma sér svo við það að einbeita sér að púslinu í góðan tíma. Önnur hugmynd gæti verið að lita, litabækur fyrir fullorðna með allskonar flottu munstri hafa verið mjög vinsælar uppá síðkastið. Enn önnur hugmyd gæti verið að byggja eitthvað, prjóna, spila á hljóðfæri eða taka myndir. Aðal málið er að finna eitthvað sem hentar þér, sem róar þig niður og tekur hugann frá kvíðanum í góðan tíma.

Finndur triggerana

Það er misjafnt hvað triggerar kvíðann

 

Það er misjafnt hvað triggerar helst kvíðaköst hjá fólki. Fyrir suma er það peningar og aðra er það próf, skilafrestir og heimanám og framvegis. Með því að vera meðvitaður um þessa hluti getur þú tekið betri stjórn á kvíðanum og undirbúið þig betur þegar kemur að því að ræða um og eiga við þessi mál.

Finndu svo trick sem róar þig niður

Þegar að kvíðinn verður mjög mikill er virkilega gott að hafa eitthvað trick sem að getur létt undir. Þetta getur verið t.d. réttur sem að minnir þig á eitthvert gott tímabil í lífinu, ákveðin lykt eða tónlist. Það hjálpar líka mörgum að hugleiða og gera öndunaræfingar. Það virkar ekki það sama á alla en það er um að gera að prófa sig áfram þangað til að þú finnur það sem hentar þér.

 

Fleira sem þú gætir haft áhuga á:

)