Við hér hjá ISIC Ísland elskum þessa litríku og hollu uppskrift af smoothieskál.

Ofur einfaldur og hollur smoothie

Ef þér finnst gott að byrja daginn á ávöxtum og/eða grænmeti þá er það góð lausn að gera það á smoothie formi. Þessi smoothie uppskrift sem kemur hér er borinn fram í skál. En af hverju skál spyrðu þá? Þannig geturðu toppað hann með hnetum eða múslí og fleiru til að gera enn betri máltíð.

 

Þessi uppskrift er ljúffeng, auðveld og tekur ekki meira en 10 mínútur að gera. Það eina sem þú verður að muna er að frysta banana kvöldið áður! Hún inniheldur helstu hráefni til að byrjað með ásamt hugmyndum af viðbótum.

Súper einfaldur og hollur smoothie - ISIC Ísland

 

Grunn uppskriftin:


1 bolli hindber
2 bananar (niðurskornir og frosnir)
1-2 bollar mjólk eða möndlumjólk
1 msk möndlu- eða hnetusmjör fyrir auka prótein (má sleppa)

Toppings:

Sólblómafræ
Kókosflögur
Ber
Hnetur
Banani
Chiafræ
Múslí
Ofl.

 

Súper einfaldur og hollur smoothie - ISIC Ísland

 

Aðferð:

1. Skelltu öllu í blandarann og hrærðu þangað til áferðin er orðin góð. Bættu við meiri vökva ef þarf.
2. Smakkaðu hann til. Fyrir meiri sætu bættu við sýrópi eða meiri banana.
3. Helltu smoothienum i tvær skálar og toppaðu hann með því sem þú vilt. Borðaðu hann svo með skeið.

 

Viltu hafa henn grænan? Notaðu þá 2 bolla af fersku spínati eða hálft avocado.
Langar þig í súkkulaði? Prófaðu þá að bæta við 1-2 msk af kakói.

 

Verði þér að góðu!

 

Súper einfaldur og hollur smoothie - ISIC Ísland

 

Tengdar greinar:

)