Sumar fæðutegundir næra heilann betur en aðrar. Tékkaðu á þessum hér...

Ofurfæða fyrir heilann

Á hverjum degi bætist við þvílíkt magn af upplýsingum sem okkur er ætlað að læra og muna, miklu meira en virðist mögulegt! Ég fór þess vegna að pæla í mikilvægi þess að næra og rækta heilabúið. Ég fann upplýsingar um það hvaða fæðutegundir væru bestar til þess að gera einmitt það og deili hérna með ykkur því sem ég fann og nokkrum góðum uppkriftum með.

Avókadó

Holla einfalda fitan í avókadó eykur blóðflæði til heilans og þar af leiðandi líka súrefnisflæði & hjálpar við einbeitingu og minni.

Bláber

Bláber eru stútfull af andoxunarefnum &vinna gegn bólgumyndun í heilanum. Svo eru þau náttúrulega alveg sjúklega góð á bragðið!

Bananar

Bananar eru stútfullir af B6 vítamíni & Magnesíum sem bæði hjálpa til við einbeitingu og heilastarfsemi. Auk þess eru þeir mjög góð uppspretta glúkósa sem heilinn þarf til að starfa.

Spínat

Spínat inniheldur fjölda næringarefna sem eru góð fyrir heilann svo sem fólínsýru, E- & K-vítamín. Það er auk þess góð uppspretta andoxunarefna.

Hér bættist ennþá meira í sarpinn að fróðleik. En ég vil líka deila með ykkur nokkrum ljúffengum og einföldum leiðum til að njóta þessara fæðutegunda.

Morgunmatur

Ofurfæða fyrir heilann - ISIC Ísland

Ég mæli með því að byrja daginn á því að rista gott gróft brauð og stappa eða sneyða á það avókadói. Strá svo yfir smá salti, pipar og nokkrum dropum af sítrónu eða lime. Ef þú vilt meira prótein prófaðu þá að spæla egg og skella því ofan á (má líka vera harðsoðið ef það hljómar betur). Gott meðlæti með þessu eru tómarar og smá spínat eða rucola.

Ef þú ert að flýta þér mikið þá er það líka mjög bragðgóð lausn til að næra heilann að skella í góðan smoothie. Hér koma uppskriftir sem eru jafn einfaldar og þær eru góðar. 

Ofurfæða fyrir heilann - ISIC Ísland

Bláberja smoothie

200 ml mjólk

200 ml appelsínusafi

1 bolli frosin bláber

Smá sýróp eða önnur sæta

Bláberja & kókos smoothie

200 ml goji eða acai berja safi

100 ml kókosmjólk

200 ml vanillujógúrt

1/2 bolli frosin bláber

Avókadó & banana smoothie

300 ml appelsínusafi

1/2 Banani

1/2 Avókadó

Smá sýróp eða önnur sæta

C.a. 4 klakar

Aðferð (gildir fyrir allar uppskriftirnar)

Allt sett í blandara og hrært þangað til að góðri áferð er náð. Smakkað til og sætu bætt við eftir smekk.

Hádegis- eða kvöldmatur

Ef þú ert að leita að einhverju sem nærir heilann vel en er fljótlegt og einfalt í tilbúningi þá mæli ég með þessu:

Ofurfæða fyrir heilann - ISIC Ísland

 

Salat

Ferskt spínat

Kirsuberjatómatar - helmingaðir

Avókadó - niðurskorið

Agúrkur - sneiddar

Rauðlaukur - sneiddur

Svo má bæta fleiru við t.d.

Fetaosti

Ólífum

Próteini eins og elduðum kjúkling eða rækjum

Korni s.s. pasta eða quinoa

Eða bara það sem þér dettur í hug og þú átt til í ísskápnum

 

Svo er það dressingin sem gerir gæfumuninn og hér koma uppskriftir af mínum uppáhalds:

 Avókadó & lime dressing

1 Avókadó

1/4 bolli ferskt kóríander

1 hvítlauksgeiri

1 msk ferskur lime safi

3 msk ólífuolía

1/4 bolli sýrður rjómi eða grískt jógúrt

Smá salt og pipar

Vatn til að þynna eftir þörfum

 

Settu allt í blandara og hrærðu þangað til áferðin er eins og þú vilt hafa hana.

Sítrónu & chia dressing

1/4 bolli ólífuolía

2 msk ferkur sitrónusafi

2 msk balsamik edik

2 msk hunang

2 tsk chiafræ

Salt og pipar eftir smekk

 

Öllu hrært vel saman. 

Spínat & basilíku pestó

4 bollar spínat

2 bollar basilíka

2 hvítlauksgeirar

1 msk sítrónusafi

1/4 bolli Parmesan ostur

1/2 tsk salt

1/2 tsk pipar

1/3 bolli olífuolía

 

Settu öll hráefnin nema olíuna í blandara og settu í gang. Helltu olíunni rólega í á meðan blandarinn er í gangi og hrærðu þangað til áferðin er orðin mjúk. Bættu við olíu ef þú vilt hafa pestóið þynnra.

 

Svo getur það líka verið mjög gott að hella bara góðri ólífuolíu út á salatið og strá ferkum kryddjurtum yfir.

Vefjur og nachos með Guacamole

Eitt af mínu uppáhalds er að taka tortilla köku og fylla hana af því sem mér dettur í hug og á til. Ég byrja yfirleitt á því að smyrja hana með salsa sósu (og e.t.v. ostasósu) og hleð svo á hana salati, gúrkum, tómötum, papriku og lauk. Það prótein sem verður oftast fyrir valinu er hakk eða kjúklingur (mjög góð lausn fyrir hádegismat ef það er afgangur af kjúking frá kvöldinu áður) annars er líka hægt að nota baunir. Ég toppa þetta svo allt með guacamole og smá sýrðum rjóma. Þetta ber ég svo fram með nachos og guacamole.

Dekur

þegar ég þarf á svolitlu dekri að halda, annaðhvort á kvöldin eftir erfiðan dag eða þegar ég þarf desperately á pásu að halda frá lærdómnum, en ég vil samt ekki fara yfir öll skynsemismörk í óhollustunni þá verða þessir fyrir valinu:

Ofurfæða fyrir heilann - ISIC Ísland

Bláberja og banana ís

2 frosnir bananar
1/2 bolli frosin bláber
1-2 msk vatn

Allt sett í blandara og hrært þangað til að áferðin ern eins og ís. Ég passa bara alltaf uppá það að eiga til banana í frysti og þá get ég búið mér til ís á augabragði! Það er líka hægt að skipta út bláberjunum fyrir aðrar bragðtegundir.

Avókadó & hunangs ís

2 Avókadó
¼ bolli hunang
¼ bolli kókosmjólk
Smá salt og lime

Allt sett í blandara og hrært þangað til áferðin er silkimjúk. Settu þá blönduna í ílát og frystu í að minnsta kosti 2 tíma. Ísinn gæti þurft að standa í 15-30 mínútur eftir að hann er tekinn úr frystinum.

 

Ég vona að þetta hafi veitt ykkur innblástur, gert ykkur svöng og að þið njótið vel!

 

Tengdar greinar:

)