Hér er frábær uppskrift af pönnukökum sem inniheldur aðeins þrjú hráefni.

Námsmannapönnukökur - aðeins 3 hráefni

Stundum er það einfalda best og hér á það svo sannarlega við. Snilldar uppskrift að pönnukökum og það besta er að þú þarft aðeins 3 hráefni.

Námsmannapönnukökur

3 dl haframjöl
2 dl möndlumjólk (Notum möndlumjólkina vegna bragðsins en í raun getur þú notað þá mjólk sem þér finnst best)
2 þroskaðir bananar

Aðferð:

  1. Haframjölið er sett í blandarann og blandað þar til haframjölið er orðið að dufti
  2. Stappaðu banananna
  3. Bættu mjólkinni og banönunum við og hrærðu vel saman
  4. Hitaðu pönnuna
  5. Bakaðu pönnukökurnar þar til þær verða fallega brúnar á báðum hliðum. 

Dekraðu við þig - bættu út í deigið einhverju af eftirfarandi:

2 msk kókossykur eða 2 saxaðar döðlur
½ - 1 tsk kanill
¼ tsk vanilludropar
½ dl saxað súkkulaði, bláber eða hnetur

Student pannekaker med kun 3 ingredienser - ISIC Norge

Þá eru pönnukökurnar tilbúnar og spurning hvað þú vilt setja ofan á þær. Hér eru nokkrar hugmyndir!

Hlynsýróp með berjabragði

¼ dl bláber
¼ dl brómber
¼ dl hlynsýróp

Settu öll hráefnin saman í blandarann og blandaðu vel saman.

 

Student pannekaker med kun 3 ingredienser - ISIC Norge

Annað

Ferskir ávextir og ber
Hnetur
Kókós

Student pannekaker med kun 3 ingredienser - ISIC Norge

Njóttu!

 

Tengdar greinar:

)