Kominn tími á cardio?

Mínar uppáhalds göngu- & hlaupaleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Ef þig vantar hvatningu til að hreyfa þig og þú átt erfitt með að fá þig til að fara út að labba eða hlaupa um hverfið þitt þá gæti það verið góð hugmynd að prófa að nota eitthvert af útivistasvæðunum á höfuðborgarsvæðunum. Það fær mig allavega miklu frekar til að nenna að hreyfa mig ef það er í skemmtilegu umhverfi. Ég tók þess vegna saman lista af mínum uppáhalds stöðum til að fara út að labba, hlaupa eða hjóla. Og ef ég er til í alvöru challenge í fjallgöngu. 
Þegar veðrið er gott finnst mér það líka alveg ótrúlega skemmtileg tilbreyting að kíkja út á línuskauta.

Ganga:

 • Elliðaárdalurinn
 • Heiðmörk
 • Öskjuhlíðin
 • Grótta
 • Rauðavatn
 • Elliðavatn
 • Grasagarðurinn

Hlaup:

 • Ægissíðan
 • Grótta
 • Laugardalurinn

Fjallganga:

 • Úlfarsfell
 • Esjan
 • Helgafell í Hafnarfirði

Línuskautar:

 • Ægissíðan
 • Sjávarsíðan með Sæbrautinni og út á Granda
 • Laugardalurinn

 

Fleiri tengdar greinar:

)