Þessi uppskrift er alveg ekta föstudags...

Mexíkóskt lasagna

Þetta lasagna er alveg ekta föstudags! Mjög einfalt að matreiða og alveg geggjað gott!

Hráefni

Tortilla kökur

Refried beans

Rjómaostur

Ostur

Mjólk

Mexikóostur

Hakk

Salsa sósa

Ostasósa

Aðferð

Hitaðu ofninn í 200° og taktu fram eldfast mót. Steiktu svo hakkið á pönnu og kryddaðu það með góðu kryddi þú getur notað tilbúið taco season mix eða kryddað það með salti, pipar, sítrónupipar og kjötkrafti. 
Þegar það er steikt leggðu það þá aðeins til hliðar og byrjaðu á ostasósunni. 
Ég bý til Bechamel grunn sem felur í sér að hita  3 msk af olíu í potti og hræra út í hana c.a. 3 msk af hveiti með þeytara. Þessi blanda ætti að mynda þykkt deig bættu þá smávegis mjólk útí og hrærðu eins og vitleysingur þangað til deigið er allt leyst upp í mjólkinni. Þegar þetta hitnar þá þykknar mjólkin og myndar sósu. Á þessu stigi ertu kominn með Bechamel grunn. Bættu því næst meiri mjólk út í ásamt 200 gr rjómaosti og 5-6 sneiðum af osti. hrærðu í þessu og leifðu að malla á miðlungshita þangað til að osturinn er bráðnaður og sósan er mjúk og passlega þykk. Ef hún er of þunn geturðu bætt við osti og leyft henni að malla aðeins lengur en bætt við mjólk sé hún of þykk. 

Þú getur auðvitað líka alveg slept Bechamel grunninum og bara brætt ost og rjómaost í mjólk eða rjóma en þá finnst mér líka gott að nota hálfan mexíkóost með.

Þegar sósan er klár þá er það bara að byrja að setja lasagnað saman:

Skref 1 - taktu tvær tortilla kökur og smurðu refried á aðra þeirra og settu hina ofan á. Búðu til svona samlokur úr öllum tortilla kökunum. 

Skref 2 - raðaðu lagi af tortillakökum í eldfast mót og settu svolítið af ostasósunni ofan á, því næst svolítið af hakkinu, ofan á hakkið fer svo hvíta sósan og svo annað lag af torillakökum, ostasósu, hakki og hvítri sósu…

…alveg þangað til að þú hefur sett allt hráefnið í fatið. 

Skref 3 - Stráðu osti yfir toppinn, skelltu fatinu inn í ofninn og bakaðu þangað til osturinn er bráðinn og eins og þú vilt hafa hann. 

 

Berðu þetta fram með nachos flögum, sýrðum rjóma og guacomole og kvöldið þitt er fullkomnað!

 

Fleiri góðar:

)