Langar þig að fara í nám, starfsnám eða sjálfboðastarf erlendis? Sæktu um styrk hjá KILROY Foundation!
Um KILROY Foundation
KILROY Foundation er sjálfstæð stofnun (non-profit) með það markmið að stuðla að þróun einstaklinga og samfélaga um allan heim. KILROY Foundation framkvæmir það í gegnum hjálparstarf sem og með því að veita styrki til einstaklinga í Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Hollandi, Noregi og Svíþjóð sem vilja fara í nám, starfsnám eða sjálfboðastarf erlendis.
Styrktarsjóður KILROY Foundation
Styrktarsjóður KILROY Foundation var stofnaður til að aðstoða einstaklinga sem langar að öðlast alþjóðlegan skilning í gegnum starfsnám, nám eða sjálfboðastarf erlendis. Veittir eru 5 styrkir tvisvar á hverju ári (5 á vorin og 5 á haustin) hver að verðmæti 1500 EUR.