Ert þú að flytja inn í nýja íbúð?

Innréttaðu íbúðina fyrir lítinn pening

Það getur verið stórt skref að flytja inn í fyrstu íbúðina og margt sem þarf að hafa í huga og kaupa. Hins vegar hefur maður á þessum tíma oft ekki mikið á milli handanna. Hér fyrir neðan finnur þú nokkur góða ráð til að innrétta íbúðina á sem ódýrastan hátt.

1. IKEA

IKEA er besti vinur námsmannsins

Á þessum tíma er IKEA þinn helsti félagi! Þar finnur þú ódýr, fjöldaframleidd húsgögn sem gæti þó einnig þýtt að það eru líklega helmingur af samnemendum þínum með sama húsgagn heima hjá sér. Þá er gott að nýta sér IKEA hack hugmyndir og breyta húsgögnunum aðeins til að gefa þeim persónulegt touch. 

2. Góði hirðirinn

Veldu Góða hirðinn til að styrkja gott málefni

Ekki nóg með það að hjá Góða hirðinum færðu ódýr húsgögn heldur styrkir þú um leið gott málefni þar sem allur ágóði af sölu Góða hirðisins rennur óskiptur til góðgerðarmála. Þeir sem eru handlagnir geta gert góð kaup þar og lappað svo uppá það sem þeir kaupa.

3. Bland.is

Á bland.is getur þú fiskað eftir góðum dílum

Á www.bland.is geturðu fundið nánast allt í innbúið á góðu verði. Mundu eftir því að prútta.

4. Sölu grúppur á Facebook

Leitaðu að sölu og skipti grúppum á Facebook

Fylgdu sölu og skipti hópum á Facebook - í gegnum þær geturðu fundið ýmislegt ódýrt og jafnvel gefins. 

5. Notaðu hugmyndaflugið

Pinterest er mjög góð síða til að veita innblástur

Kíktu í bílskúrinn og/eða á háaloftið og kannaðu hvort það séu ekki einhverjir hlutir þar sem þú getur eignað þér og endurnýjað. Nældu þér í innblástur á DIY síðum og Pinterest og láttu svo reyna á það hvað þú ert handlaginn.

5. Spurðu fjölskyldu og vinafólk

Það er aldrei að vita nema ættmenni þín eigi í geymslu húsgögn og/eða græjur sem þau vildu gjarnan losna við. 

 

Þú gætir einnig haft áhuga á:

)