Heima er best!

8 hlutir sem gera góðan meðleigjanda

Á námsárunum grípa margir til þess ráðs að finna sér meðleigjanda til að ráða betur við leiguna. Þá er alveg crucial að finna sér góðan meðleigjanda (og vera góður meðleigjandi sjálfur) því annars verður samlífið mjög erfitt! Hér kemur upptalning á 8 hlutum sem gera góðan meðlaigjanda:

1. Hann borgar leiguna á réttum tíma

og er alveg með það á hreinu hverjum hann á að borga og hversu mikið.

Hann borgar á réttum tíma 

2. Hann gengur snyrtilega um,

gengur frá eftir sig í eldhúsinu og tekur þátt í því að halda íbúðinni hreinni.

Hann gengur frá eftir sig

3. Hann hefur dótið sitt inn í sínu herbergi

og veit að bara það sem á heima í sameiginlegu rými á að vera þar.

Hann heldur íbúðinni hreinni

4. Hann fyllir á klósettpappírinn

og handsápuna þegar það er að klárast án þess að vera beðinn um það.

Hann fyllir á klósett pappírinn 

5. Hann veit að klósett rúllan fer yfir en ekki undir!

Þetta er eiginlega það mikilvægasta af öllu!

Klósett pappírinn fer yfir ekki undir! 

6. Hann passar uppá hávaðann

og tekur tillit á tímum sem er mikilvægt að hafa hljótt.

Hann passar upp á hávaðann 

7. Hann passar uppá hreinlætið,

er snyrtilegur og lyktar vel. 

Hann passar uppá persónulegt hreinlæti

8. Hann virðir einkalíf

og eigur sambýlings síns en getur þó líka verið social og eytt tíma með honum.

Hann getur verið bæði private og social

Fleira skemmtilegt:

)