Verðlaunaðu þig eftir öflugan skóladag!

Hvað á að gera í vikunni?

Þegar maður hefur mætt vel í tíma, tekist að klára verkefni og heimanám á daginn og það vill þannig til að maður hefur kvöldið fyrir sér til að gera eitthvað skemmtilegt...þá er það bara spurning hvað það eigi að vera.

Mánudagur

Byrjaðu vikuna á góðum nótum

Hugmynd 1

Jæja nú er vikan að byrja. Til að byrja hana vel er alveg tilvalið að fara á æfingu eftir skóla, svo í sund á eftir, liggja í pottinum í góðan tíma og fá sér svo tilheyrandi pylsu á eftir.

Hugmynd 2

Ef hlaupabrettið er ekki staðurinn til að eyða mánudags eftirmiðdeginum og veðrið er ágæt hugmynd að taka góðan göngutúr ef til vill í góðum félagskap. Þá þarf ég bara að ákveða hvort það sé málið að stunda people watching við sjávarsíðuna eða í miðbænum eða fara út í náttúruna og skreppa í Elliðaárdalinn eða í Heiðmörk. 

Þriðjudagur

Jazz eða bíó?

Hugmynd 1

Ef þú filar þig svolítið menningarlega á þriðjudagskvöldi er alveg geggjað að kíkja í kaffi & Kex Jazz á Kex Hostel. Þangað mæta góðir Jazz tónlistarmenn á hverju þriðjudagskvöldi kl 20:30 til þess að spila fyrir gesti. Frír aðgangur. 

Hugmynd 2

Stundum er maður meira í stuði fyrir hvíta tjaldið og þá er alveg tilvalið að kíkja í Sambíóin á þriðjudagskvöldum þegar það kostar bara 950 kall. 

Miðvikudagur

Jazz eða dinner?

Hugmynd 1

Hafi hvíta tjaldið orðið fyrir valinu á þriðjudagskvöldið þá er annan séns til að sýna menningarlegu hliðarnar í kvöld með því að mæta á Miðvikudagsdjass á Slippbarnum kl 21:00. Frír aðgangur.

Hugmynd 2

Langi þig frekar bara í létt spjall yfir smá snarli með góðum vini en þú ert jú námsmaður með lítið á milli handanna þá er samt ekki öll von úti þar sem það er alveg fullt að góðum dílum í boði eins og t.d. :

Fimmtudagur

Bíó eða ræktin?

Hugmynd 1

Fimmtudagar eru góðir til að sameina tilraunir til þess að vera menningarlegur og ást á hvíta tjaldinu og kíkja á eina góða í Bíó Paradís

Hugmynd 2

Kick starta helginni með oflugri æfingu, annað hvort í ræktinni eða úti/heima við. Holl kvöldmáltíð og afslöppun.

Föstudagur

Vísó eða sófi með popp?

Hugmynd 1

Ef vísindaferð er í boði geri ég tilraun til að komast í hana.

Hugmynd 2

Þegar hugur & líkami kallar á hvíld eftir erfiða viku þá elda ég eitthvað gourmet og eyði svo kvöldinu fyrir framan sjónvapið. Hér eru nokkrar uppskriftir af ekta föstudagsmat:

)