Áhugi og árangur fara hönd í hönd.

Ekki missa dampinn

Áhugi og metnaður í námi á það til að fara upp og niður yfir önnina. Það eru ekki öll fög jafn skemmtileg og mikið álag og þreyta getur haft áhrif á námsleiðann. Það er þó hægt að gera ýmislegt til þess að missa ekki dampinn!

Vel skipulögð og fín aðstaða

Það fær mann mun frekar til að setjast niður og vinna heimanámið ef að aðstaðan er aðlaðandi og vel skipulögð. Hafðu sér hirslur og möppur fyrir hvert fag svo þú tapir ekki neinum gögnum, þetta á bæði við um aðstöðuna og tölvuna. 

Tilvitnanir sem veita þér innblástur

Finndu þér flott plakat með tilvitnun eða mynd sem veitir þér innblástur og getur jafnvel minnt þig á það af hverju þú valdir þetta nám og að hverju þú stefnir.

- “Everybody is a genius. But if you judge a fish by its ability to climb a tree, it will live its whole life believing that it is stupid.”Albert Einstein

- “Success is stumbling from failure to failure with no loss of enthusiasm.”  Winston Churchill

Skiptu reglulega um umhverfi

Prófaðu að læra á kaffihúsi (Kaffitár á Höfðatorgi og Te&Kaffi í Borgartúni eru mín uppáhalds kaffihús til þess að læra á). Lærðu svo líka til skiptis heima og uppi í skóla og prófaðu mismunandi bókasöfn.

Leshópar

Það getur stundum verið frábært að læra námsefnið með öðrum. Þið getið þá skipt lesefninu á milli ykkar og kennt svo hvoru öðru það efni sem þið lásuð. Þannig fáið þið félagskap, stuðning og hjálp frá hvort öðru auk þess sem það að kenna öðrum er mjög áhrifarík tækni til þess að læra.

Raunhæf markmið

Settu þér raunhæf markmið og gerðu lista fyrir yfir það efni sem þú ætlar að komast yfir í hvert skipti sem þú sest niður til að læra. Mundu eftir því að verlauna þig þegar þú nærð markmiðunum þínum.

Pásur

Taktu þér pásur þegar þú getur. Þegar þú sinnir heimalærdóminum er gott að leggja bókina frá þér á c.a. 30-50 mínútna fresti, standa upp og fá sér smá hressingu. Og ef þú getur þá er frábært að taka eina helgi, inn á milli, þar sem þú tekur hugann alveg frá náminu - þannig kemur þú mun ferskari til baka og tilbúin/n að takast við næstu lærdómstörn.

 

Ef þú getur svo gefið þér eina helgi inn á milli til að taka hugann frá náminu og slaka vel á kemur þú ennþá ferskari til baka. 

Fleira sem vert er að skoða:

)