Ég vona að eitthvað af þessu hjálpi!

10 ráð til þess að bæta námsárangurinn

Það þarf hver og einn að temja sér þá námstækni sem hentar honum best. Ef þú er á höttunum eftir einhverju sem gæti bætt námsárangurinn þinn þá er ég hér með nokkur góð ráð:

 

1. Lærðu í lotum

Taktu reglulegar pásur frá lærdómnum. Það hefur margoft verið sannað að maðurinn hefur takmarkaða einbeitingu við lestur. Það er best að taka 25-50 mínútna lotur með 10-15 mínútna pásum á milli til þess að fá sem mest út út lærdómnum.

2. Lestu upphátt

Prófaðu að lesa námsefnið upphátt. Þetta gæti virkað svolítið klikkað fyrst en það kemur á óvart hvað það hjálpar mikið til við að muna efnið.

3. Verðlaunaðu þig

Verðlaunaðu þig til þess að halda áhuganum. Settu þér raunhæf markmið og gerðu svo vel við þig þegar þú nærð þeim. Gott dæmi er að fá sér eitt nammi eða jarðaber þegar þú klárar eina blaðsíðu. 

4. Kenndu öðrum

Kenndu öðrum það sem þú hefur lært, það er alveg ótrúlega áhrifarík aðferð til þess að muna! Það er góð hugmynd að mynda hópa með bekkjarfélögunum, skipta námsefninu á milli og kenna svo hvoru öðru.

5. Virkjaðu sjónminnið

Skoðaðu myndir, Infographics og myndbönd um efnið. Með því að nota sjónrænt minni í sambland við lestur og aðrar aðferðir eykurðu líkur þess að efnið festist í minninu. 

6. Glósaðu

Taktu glósur. Við það virkjaru fleiri stöðvar heilans og eykur líkurnar á því að þú munir það sem þú þarft að muna.

7. Prófaðu þig

Prófaðu sjálfan þig reglulega. Athugaðu hvort að það séu spurningar í lok kaflans sem þú ert að lesa eða prófaðu að búa til þín eigin próf (quiz) á netinu, það eru til alveg fullt af vefsíðum og öppum til þess.

8. Hreyfing

Það hefur margoft verið sannað að létt hreyfing getur haft mikið að segja þegar að kemur að minninu. Svo að léttur göngutúr, nokkrir “jumping jacks” eða nokkrar hnébeygjur geta hjálpað til við að auka á ferskleikann þegar þú ert að læra. Nýttu endilega eina námspásuna í stutta æfingu.

9. Rétt tónlist

Hlustaðu á tónlist sem að róar þig niður og hjálpar þér að halda einbeitingu. Það er kannski ekki það besta að hlusta á tónlist sem fær þig til að hugsa um það sem þú gerðir á dansgólfinu á B5 síðustu helgi.

10. Góð hvíld

Það síðasta, dálítil klisja en mjög mikilvægt, náðu góðri hvíld. Þetta þýðir að fara snemma að sofa. Þú nærð besta svefninum og mestu hvíldinni á milli 11 á kvöldin og 4 á nóttunni. Þó svo að þú náir sama tímafjölda með því að sofna klukkan 4 og sofa langt fram eftir þá nærðu ekki eins mikilli hvíld (þetta hefur með lífsklukkuna að gera).

 

Ég vona að þetta hjálpi.

 

Tengt efni:

)