Fyrsta skrefið í fjárhagslegum undirbúningi:

Umsókn um námslán hjá Lín

Þegar að ný önn nálgast þarf að fara að huga að því hvernig maður ætlar að framfleyta sér yfir önnina. Það er mjög mikilvægt að ganga alveg frá þessu áður en skólinn byrjar svo að maður geti einbeitt sér að náminu og hafi ekki óþarfa áhyggjur af fjármálunum. Hér eru leiðbeiningar um það hvernig þú getur afgreitt þessi mál.

Námslán

Námsmenn sem stunda fullt nám og hafa náð 18 ára aldri eiga kost á því að sækja um námslán hjá Lín (Lánasjóði íslenskra námsmanna). Þessu fylgja þó nokkuð strangar reglur sem lesa má í heild sinni hér en það helsta sem maður þarf að hafa í huga er:

Að námið sé lánshæft að mati Lín. Það er hægt að sjá lista á heimasíðu Lín en hann er samt alls ekki tæmandi og hægt er að senda fyrirspurn á sjóðinn um skóla sem þú hefur áhuga á. 

Að námið sé fullt nám og jafngildi 60 ECTS-einingum á skólaárinu eða 30 ECTS-einingum á misseri.

Ef námið uppfyllir þessar kröfur getur þú sótt um framfærslulán. Upphæð lánsins er háð nokkrum breytum;

Skólagjaldalán

Þú getur sótt um fyrirframgreidd skólagjaldalán ef skólagjöldin eru hærri en 75.000 kr með þeim skilyrðum að þú klárir að minnsta kosti 22 ECTS einingar.

Umsóknarferillinn

Þú þarft að sækja um námslán fyrir hvert skólaár. Það er hægt að sækja um allt skólaárið (haust- og vorönn) í einu. Þú gerir það á rafrænu umsóknarblaði á Mitt svæði í heimabankanum eða í gegnum island.is. Ef þú hefur ekki aðgang að Mínu svæði geturðu fyllt út umsóknareyðublað á skrifstofu LÍN í Borgartúni 21. Til að umsóknin gildi fyrir allt skólaárið þarftu að sækja um fyrir 30. nóvember annars gildir hún bara fyrir vorönnina. Þegar þú hefur sent sjálfa umsóknina kemur listi af fylgigögnum sem þú þarft að skila fyrir einhverjar ákveðnar dagsetningar, þeim þarftu bara að passa vel uppá það að skila á réttum tíma. Þú getur náð í Lín appið og fylgst með ferlinum þar, ef það er eitthvað sem stoppar afgreiðsluna færðu skilaboð í gegnum appið. Þegar öll gögn hafa skilað sér færðu svo lánsáætlun frá Lín.

Svona virkar þetta svo:

Þegar þú ert búinn að sækja um hjá Lín og fá lánið staðfest þarftu að vita að þú færð ekkert borgað frá Lín fyrr en að önnin er búin og þú hefur sannað að þú hefur náð öllum prófum. Til að fá fullt námslán þarftu að klára 30 ECTS einingar á önn en ef þú klárar 22 einingar færðu 73% af fullu láni.

Ef þú þarft á láninu að halda til þess að halda þér uppi yfir önnina þarftu þá að fara í einhvern af bönkunum og sækja um framfærslulán. Þegar Lín hefur svo fengið staðfestingu á því að þú hafir náð öllum prófum (skólar á Íslandi sendir hana beint til Lín en námsmenn erlendis verða að sjá um það sjálfir) þá borgar Lín upp framfærsluna hjá bankanum. Ef þú tekur þá ákvörðun að sækja um framfærslulán hjá bönkunum er gott að kynna sér vel hvað hvers konar kjör hver banki hefur uppá að bjóða. Ég hef einmitt tekið það saman og það getur þú skoðað hér:

)