Svona heldurðu þér í formi án þess að vera með kort í ræktina...

Ekkert gym? Ekkert vandamál!

Við heyrum það stöðugt hvað hreyfing og líkamsrækt er mikilvæg fyrir heilsuna, minnið og námsárangurinn. En námsmanna budgetið býður því miður ekki oft upp á aukaútgjöld eins líkamsræktarkort ásamt því að það getur stundum verið erfitt að finna tíma til að mæta í ræktina þegar maður er í fullu námi, stundar félagslífið og vinnu. En ekki örvænta þú getur auðveldlega tekið æfinguna heima. 

 

Það þarf ekki nema 15-30 mínútur til að taka góða æfingu sem tekur á öllum líkamanum. Vantar þig hugmyndir? Prófaðu æfingar öpp í símanum eða ipadnum og svo er internetið líka alveg stútfullt af hugmyndum og æfingaprógrömmum. Skoðaðu t.d. þessar síður:

Þegar að kemur að Cardio þá er gott að taka göngutúra en ef þú vilt enn meiri brennslu þá er snilld að hlaupa í sandinum út í Gróttu, skokka upp Úlfarsfell eða Esjuna eða hlaupa Ægissíðuna. Að auki er snilld að fara í góðan hjólatúr. Sláðu tvær flugur í einu höggi og byrjaðu ð hjóla á milli staða eins og í og úr skólanum.

Við erum svo heppin að hafa aðgang að fjöllum og gönguleiðum úti í náttúrunni sem er tilvalið að nýta, eins og t.d.:

  • Ægissíðuna
  • Gróttu
  • Elliðaárdalinn
  • Laugardalinn
  • Úlfarsfell

Þetta er bara dæmi um þær sem að finnast á höfuðborgarsvæðinu en þú getur fundið fleiri hugmyndir hér.

P.s. Ég mæli með því að finna sér æfingarfélaga. Það gerir æfinguna miklu skemmtilegri og hvetur mann áfram. Mætið í Laugardalinn, takið 15 mínútna skokk og svo 1 gott æfingarprógramm af appinu. Skellið ykkur svo í heita pottinn í Laugardalslauginni og slappið af. Því næst er alveg tilvalið að fá sér pylsu og Hámark (eða bara það sem ykkur langar til að borða).

Fáðu vinina með þér að æfa

Fleiri tengdar greinar:

)