Stress og kvíði hafa miklar og alvarlegar afleiðingar!

4 algeng einkenni stress

Stress hefur mikil áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Líkamleg vanlíðan eykur svo á andlega vanlíðan og þannig veltur þetta uppá sig þangað til dregið hefur verið úr stressinu. Hér er listi yfir fjögur algeng einkenni sem stress hefur á líkamann og hefta daglegt líf:

1. Mígreni

Þeir sem hafa fengið mígrenis kast vita að sársaukinn sem fylgir þeim er einn sá versti sem maður finnur. Blindandi sársauki, flökurleiki, sjóntruflanir og svimi er bara brot af einkennunum sem gera mann rúmfastann þangað til að verkjalyfin kikka inn.

Mígreni er eitt einkenni stress

2. Magaverkir

Stress er einn helsti valdur magaverkja og meltingatruflana. Stressið kemur ójafnvægi á alla hormóna og líkamsstarfsemi og getur valdið ristilkrömpum, bakflæði og öðrum vandamálum.

Stress getur valdið maga- og ristilkrömpum

3. Húðvandamál

Kvíði og stress geta líka verið orsök húðvandamála. Hvort sem það eru bólur eða útbrot, ef þú ert undir miklu álagi, er stressið mjög líklegur orsakavaldur. Útbrot geta komið fram þegar ónæmiskerfið veikist undir miklu álagi sem gerir húðina viðkvæmari fyrir ýmsum sjúkdómum og áreiti. 

Húðvandamál eins og bólur og útbrot geta verið afleiðing stress

4. Svefn-og eirðarleysi

Svefn er svo mikilvægur til þess að halda heilsu, bæði andlegri og líkamlegri. Stress veldur hins vegar oft svefnleysi sem svo veldur meiri kvíða og áhyggjum. Lítill svefn og mikill kvíði veldur svo eirðaleisi og mikilli vanlíðan. 

Stess og kvíði kemur í veg fyrir góða hvíld

Fleiri tengdar greinar:

)