Sparaðu pening alla daga - bæði heima og erlendis með ISIC kortinu!

32 hlutir sem þú gerir þegar þú ættir að vera að læra undir próf!

Við höfum flest verið á þessum stað. Það styttist í prófin og þú sest niður við skrifborðið, opnar bókina og hugsar með þér að nú skuli þú hefja lesturinn. Þú lest fyrstu setninguna en þá mætir frestunarpúkinn - nú koma upp margir hlutir sem þér finnst þú verða nauðsynlega að gera áður en þú byrjar að lesa skólabækurnar.

Kannast þú við eitthvað af eftirfarandi?

1.  Þrífa allt húsið.

2.  Raða sokkunum eftir lit í sokkaskúffuna.

3.  Baka.

4.  Baka aðeins meira.

5.  Borða það sem þú bakaðir.

6.  Æfa nýjar jóga stellingar.

Ting du gjør når du egentlig burde lese til eksamen - ISIC

7.  Vaska upp - einnig fyrir meðleigjandann!

8.  Hlaða inn myndunum frá síðasta ferðalagi á Facebook.

9.  Stofna YouTube rás!

10. Byrja Game of Thrones maraþon.

11. Kanna hversu þungar skólabækurnar eru og hvort þú getir notað þær sem lóð.

Prokrastingering - ISIC

12. Hringja í ömmu.

13. Kanna hvort það séu komin út ný öpp sem þú nauðsynlega þarft að hafa.

14. Reyna að muna hvað gerðist síðustu helgi.

15. Fylgjast með snjónum/rigningunni.

16. Skoða hvernig sé best að brugga eigin bjór.

17. Reyna að slá eigin met í Candy Crush, Fruit Ninja, Angry Birds, Farmville og/eða Tetris!

18. Leita að fyndnum kattarmyndböndum á YouTube (Úps þú fannst um 2.5 milljónir linka)

19. Elda mat!

20. Elda aðeins meiri mat.

21. Borða það sem þú eldaðir.

22. Læra að spila á hljóðfæri - ef þú byrjar ekki núna hvenær áttu þá eftir að hafa tíma?

23. Endurskipuleggja herbergið/íbúðina.

24. Plana næsta ferðalag.

25. Leita að YouTube myndbandi sem sýnir hvernig þú leysir Rubiks kubbinn - bara til að sýna vinum þínum hversu klár þú ert eftir að þú byrjaðir námið.

Ting du gjør når du egentlig burde lese til eksamen - ISIC

26. Skipuleggja hvað þú myndir gera ef þú gætir ferðast aftur í tímann - sjá risaeðlurnar eða hitta víkinga!

27. Þvo - sérstaklega allt sem þarf að handþvo.

28. Stalka fólk á Facebook.

29. Senda fullt af snöppum um það hversu dugleg/ur þú ert að læra undir prófin.

30. Fara einn hring á Tinder.

31. Æfa þig í að standa á höndunum.

Ting du gjør når du egentlig burde lese til eksamen - ISIC

32. Reikna út hversu margar síður þú þarft að lesa og hversu mikinn tíma það tekur. Þú finnur þá út að ef þú sefur aðeins minna að þá áttu eftir að ná þessu. Er ekki tími fyrir eitt kattarmyndband í viðbót?

)