Síminn er að deyja!! Hvað er hægt að gera?

10 leiðir til að láta batteríið á snjallsímanum endast lengur

Snjallsíminn er orðinn sjálfsagður partur af okkur en það versta er að hann er alltaf að deyja. Ef þetta er vandamál sem þú kannast við þá eru hér nokkur ráð til að lengja líftíma batterísins. 

 

# 1  Ekki vera stöðugt að opna & loka forritum

Það eyðir meira af batteríinu þar sem síminn frystir appið á meðan það er ekki í notkun.
(þetta á ekki við um tónlistar, upptöku og GPS öpp).

 

# 2  Ekki skilja símann fullhlaðinn eftir í hleðslu

Lithíum batterí geta ofhitnað ef þau eru skilin eftir í hleðslu of lengi og það getur með tímanum skemmt þau.

 

# 3  Þú þarft ekki að fullhlaða símann í hvert skipti 

Það er betra fyrir batteríið að hlaða það upp í 80%, tæma það svo niður í 40% og hlaða það svo aftur upp í 80%...

 

# 4  Airplane mode

Stilltu símann á airplane mode ef þú þarft að hlaða hann hratt.

 

# 5  Ekki stöðugt tæma batteríið niður í 0%

En tæmdu það samt alveg c.a. einu sinni í mánuði til að kvarða batteríið.

 

# 6  Ekki vera stöðugt að hlaða niður pósti í símann

Að hlaða niður póstum og öðru data tæmir batteríið hraðar.

 

# 7 Lækkaðu birtuna á skjánum

Lærri birta getur gefið þér allt að 2 auka tíma af batterílífi.

 Ráð til að láta batteríið á snjallsímanum endast betur - ISIC Ísland

# 8  Slökktu á vibrate stillingunni

Víbringurinn er óþarfa batteríeyðsla ef síminn er ekki á silent.

 

# 9 Slökktu á Bluetooth

Bluetooth eyðir batteríinu hratt, hafðu bara kveikt á því þegar þú  þarft á því að halda.

 

# 10 Eyddu óþarfa öppum

Ekki vera „digital hoarder“ eyddu öppum sem þú hefur ekki notað í marga mánuði.

 

Happy surfing á símanum!

)