Námsmannafargjöld KILROY

Icelandair, SAS, British Airways, Finnair, Emirates, TAP Portugal, Etihad, Qatar, South African Airlines, Air New Zealand, Cathay Pacific, Japan Airlines.. eru bara nokkur dæmi um flugfélög sem bjóða uppá sérstök námsmannafargjöld fyrir ISIC korthafa.

Á Íslandi geta ISIC korthafar (ungt fólk allt að 25 ára og námsmenn allt að 33 ára) keypt sérstaka KILROY flugmiða*. Eru merktir með gulum lit í flugleitarvél KILROY! Þessir flugmiðar eru sveigjanlegir og fullkomnir fyrir lengri ferðalög, þegar þarf að bóka aðeins aðra leið og fyrir þá sem eru í námi eða starfsnámi erlendis. Mundu eftir að vera með ISIC númerið tilbúið þegar þú bókar!

 

Kostir ungmenna- og námsmannaflugmiða:
•Gildistími er 12 mánuðir eða meira
•Sveigjanleiki sem leyfir þér að breyta ferðadagsetningum
•Ódýr eða ókeypis stopp á leiðinni
•Ódýrari flugmiðar aðra leið miðað við venjulega flugmiða
•Fleiri og ódýrari möguleikar á að sameina marga áfangastaði í einum flugmiða

 

Leitaðu, bókaðu og skoðaðu heiminn!

(*ungt fólk yngri en 25 ára og námsmenn í fullu námi allt að 33 ára aldri).