Er bankareikningurinn að tæmast?

Hér koma nokkur sparnaðarráð til þín frá mér

Þegar maður er námsmaður á framfærslu hjá LÍN þarf maður stöðugt að fylgjast með því í hvað peningarnir fara...og til þess að geta leyft sér að gera eitthvað skemmtilegt af og til verður maður að spara eins mikið og maður getur dags daglega. Ég tók þess vegna saman hér nokkur góð sparnaðarráð sem ég vona að komi að góðum notum.

 

  • Gerðu matarplan fyrir vikuna. Þannig hefur betri yfirsýn og stjórn á innkaupunum sem sparar pening og kemur í veg fyrir spillingu á mat.
  • Verslaðu aldrei inn þegar þú ert svangur/svöng!
  • Nýttu þér afslætti af hollum og góðum mat. Kostur gefur t.d. 50% afslátt af ávöxtum og grænmeti á fimmtudögum. Flestar verslanir eru með yfirlit af tilboðum vikunnar á heimasíðunum.
  • Skipulegðu þig fyrirfram og verslaðu inn í nesti í stórmörkuðum.
  • Taktu með þér nesti í skólann. Góð heimasmurð samloka eða afgangur af kvöldmatnum frá deginum áður er alveg gourmet hádegismatur.
  • Taktu drykki með þér í skólann að heiman. Það er mun ódýrara að kaupa drykki eins og djús í stærri einingum og færa yfir í minni brúsa. Svo er kranavatnið alltaf ódýr og frískandi kostur.
  • Þegar þú ætlar svo að gera vel við þig og fara út að borða, tékkaðu þá á því hvort það séu einhver góð tilboð í gangi eða námsmannaafslættir í boði.
  • Fáðu fríar prufur þegar þú kaupir snyrtivörur.
  • Fylgstu vel með áskriftum og öðrum sjálfvirkum útgjöldum sem þú gætir mögulega sloppið við og fylgstu með því hvort þú sért að fá bestu dílana fyrir þig hjá t.d. símafyrirtækinu og ræktinni. Hikaðu ekki við það að taka það fram að þú sért námsmaður og spyrðu um sérkjör.

Tillögur að ódýrum og góðum mat & fleiri góð ráð:

)