Ekki missa dampinn!

Góður árangur út allt námið

Á hverju ári hefja hundruðir nemenda háskólanám en því miður ná ekki allir þeim árangri sem þeir vilja. Það eru auðvitað mjög mismunandi og einstaklingsbundnar ástæður fyrir því að stórt hlutfall nemanda falla úr námi en þó eru ákveðnir þættir sem virðast vera sameiginlegir hjá mörgum þeirra. 

Til þess að þú náir tilsettum árangri skaltu passa það að falla ekki í eina af þessum gryfjum…

…ekki bera þig í sífellu saman við samnemendur þína

lágt sjálfsálit veldur þunglyndi og eykur á kvíða sem svo hefur neikvæð áhrif á námsárangur. Nemendur eru missterkir í fögum og sumir eiga auðveldara með að taka próf en aðrir. Það er mjög mikilvægt að þú miðir þig bara við sjálfan þig og setjir þér raunhæf markmið. Ekki horfa í einkunn þess sem situr við hliðina á þér heldur einbeittu þér að þínum árangri og lærðu af þeim villum sem þú hefur gert. 

…skoðaðu próf og verkefni sem búið er að fara yfir

Kíktu yfir þær villur sem þú gerir því það er ein árangurs ríkasta leiðin til þess að læra. Geymdu kaflapróf og heimaverkefin og sjáðu til þess að þú gerir ekki sömu villur í lokaprófi.

…Ekki geyma það lesa námsefnið þangað til rétt fyrir próf

Þú þarft kannski ekki að lesa allar næamsbækurnar spjaldanna á milli en það er mjög gott ráð að fylgjast með námsáætluninni frá kennaranum og reyna að vera búinn að lesa og kynna þér efni hvers tíma. Þannig geturðu spurt betur úr efninu í tímunum sjálfum, glósað betur og skilað betri verkefnum. Þá verður prófalestur bara meiri upprifjun og yfirferð.

…Fylgstu með í tímum, ekki freistast til að hanga á netinu

Fyrirlestrar geta gefið þér mikilvæga innsýn í það hvernig kennari prófar úr efni. Fylgstu með því á hvað hann leggur áherslur og notaðu tækifærið til að spyrja um það sem þú skilur ekki alveg. 

…Vertu viss um að með því að segja já við aðra sértu ekki að neita þér um eitthvað

Það skiptir miklu máli að vera aktívur í félagslífinu og taka þátt í því sem er að gerast. Hins vegar máttu ekki neita þér um góða hvíld, nægan svefn og tíma til að læra. Það er allt í lagi að segja nei einstaka sinnum og slappa af…þú mætir bara næst.

…Ef þér líður illa leitaðu þá hjálpar!

Mikinn kvíða, leiða og þunglyndi má ekki hundsa! Það er hægt að fá hjálp við þessum vandamálum og því fyrr sem þú gerir það því minni áhrif hefur það á námsárangurinn. Leitaðu til heimilislæknis, sálfræðings eða námsráðgjafa og fáðu ráðgjöf um það hvað þú getur gert í málunum. Ég hef líka skrifað grein um það hvernig er gott að tækla kvíða

 

Fleira áhugavert:

)