The Global Study Awards: Þú getur hlotið allt að £10,000 skólastyrk #TGSA

The Global Study Awards

ISIC kynnir í samvinnu með Study Portals og British Council IELTS nýjan styrktarsjóð, The Global Study Awards! Tilgangur sjóðsins er að veita námsmönnum alls staðar að úr heiminum tækifæri til að stunda nám erlendis. 

Við teljum að nám erlendis veiti einstaklingum tækifæri til að kynnast nýrri menningu og víkka sjóndeildarhringinn og stuðli þannig að minni fordómum og meira umburðarlyndi á milli þjóðfélaga. Þess vegna hvetjum við alla til þess að fara í nám erlendis, hvort sem það er fullt nám eða skiptinám!

Þú getur hlotið allt að £10,000 styrk.

Hver styrkur er að hámarki £10,000 og er hann veittur til þess að aðstoða við kostnað af skólagjöldum, greiddur beint til þeirra námstofnunar sem nemandinn ætlar að stunda nám við. Ef skólagjöldin eru lægri en styrkurinn er hægt að nýta restina til upp í framfærslu í allt að 52 vikur frá þeim degi sem námið hefst.

Hvernig umsækjanda erum við að leita að?

The Global Study Awards styður nemendur sem:

  • geta nýtt námið til að efla samfélagið í framtíðinni
  • hafa há markmið að námi loknu
  • hafa mikinn áhuga á að kynnast nýrri menningu og deila reynslu sinni.

Þeir umsækjendur sem fá styrkinn verða einnig að vera tilbúnir til að deila reynslu sinni með öðrum í samvinnu með British Council IELTS, ISIC og StudyPortals. Nemendur alls staðar að úr heiminum geta sótt um styrk hjá The Global Study Awards. Ekki er hægt að nýta styrkinn til þess að stunda nám í heimalandi umsækjandans.

Umsóknartímabilið:

  • Fyrsta lota (4 styrkir) 15. ágúst - 30. nóvember 2015
    • Fyrir nemendur sem ætla að hefja nám á tímabilinu 1. janúar 2016 - 30. apríl 2016
  • Önnur lota (5 styrkir) 15. janúar - 30. júní 2016
    • Fyrir nemendur sem ætla að hefja nám á tímabilinu 1. ágúst 2016 til 31. október 2015

Hverjir geta sótt um?

Til að sækja um styrk hjá Global Study Awards verður þú að:

)