Litlar breytingar geta haft mikil áhrif

5 Ávanar sem hækka meðaleinkunnina

1 Lestu yfir glósur dagins áður en þú ferð að sofa

Rannsóknir hafa sýnt að heilinn tekur þær upplýsingar sem þú lærir yfir daginn og notar svo svefninn til þess að festa þær í langtíma minninu. Með því að lesa yfir glósurnar rétt áður en þú sofnar eykurðu líkurnar á því að þær festast vel í minninu. 

2. Byrjaðu tímanlega á lærdómnum

Stress og kvíði hefur neikvæð áhrif á minni og getu til þess að meðtaka upplýsingar. Með því að koma í veg fyrir tímapressu og stress sem fylgir henni og getur þú bætt árangurinn svo um munar.

3. Hafðu athyglina á lærdómum

Á meðan þú ert að læra reyndu að passa uppá það að einbeitingin sé til staðar. Hafðu símann einhver staðar þar sem hann er ekki að trufla þig. Finndu þér svo þá námsaðferð sem hentar þér best, ekki bara gera það sama og aðrir sem þú þekkir gera, mismunandi leiðir henta mismunandi fólki. 

4. Vaknaðu snemma og planaðu daginn

Þetta getur verið afar erfitt fyrir þá sem eru ekki morgunmanneskjur en það getur hjálpað mikið að vakna 15 mínútum fyrr og fá yfirsýn yfir daginn. Með því að gera lista yfir það sem þú þarft að gera yfir daginn, kíkja yfir lestraráætlunanir og fyrirlestra fyrir tíma dagsins og lesa yfir glósur getur þú verið betur undirbúinn og nýtt tíma þinn betur.

5. Lestu glósurnar og annað efni upphátt

Rannsóknir hafa sýnt að það hjálpar til við að muna það sem þú lest ef þú gerir það upphátt. Þetta getur virkað svolítið kjánalegt fyrst en það venst fljótt. 

 

Aðrar tengdar greinar:

)